Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Góður svefn er undirstaða vellíðunar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mun erfiðara er að takast á við tilveruna og daglegt amstur ef nætursvefninn hefur verið af skornum skammti, og það á við fullorðna jafnt sem börn. Við tókum saman nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga þjáist þú eða barn þitt af einhvers konar vandamálum tengdum svefni.

 Geymdu snjalltækið frammi yfir nóttina

Margir kannast við það að ætla „aðeins að kíkja á Facebook“ fyrir svefninn, og skyndilega er klukkutími liðinn. Klukkutími til eða frá getur skipt sköpum þegar tími til svefns er lítill fyrir. Þess fyrir utan getur síminn haft truflandi áhrif með ljósum, hljóðum og tilkynningum sem geta truflað bæði börn og foreldra.

Regla á hreyfingu og matarræði

Hreyfing vinnur gegn áhrifum streitu á miðtaugakerfið. Dagleg hreyfing hefur því góð áhrif á gæði svefns og heilsuna okkar almennt. Mikilvægt er að fara hæfilega saddur að sofa og forðast þunga máltíð fyrir svefn. Sumum þykir gott að fá sér eitthvað létt fyrir svefn, til dæmis flóaða mjólk.

Þeir sem vilja ná góðum nætursvefn ættu að forðast daglúra.

Svefnrútína alltaf með svipuðum hætti

Svefnrútína barna ætti að hefjast um 30 mínútum fyrir háttatíma. Þessi rútína getur til dæmis falið í sér að að hátta sig, bursta tennur, lesa bók og kyssa góða nótt. Mikilvægt er að tryggja að barn hafi sinnt öllum þessum þörfum áður en það leggst upp í, svo ekki sé hægt að nota það sem afsökun til að koma ítrekað fram aftur. Mikið áreiti frá ljósi, svo sem tölvu og sjónvarpi, er ekki sniðugt stuttu fyrir svefninn því það blekkir líkamann með því að gefa vísbendingu um að það sé enn þá dagur. Mikilvægt er að fara að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma. Líka á frídögum og um helgar.

- Auglýsing -

Magnesíum á kvöldin

Magnesíum hjálpar vöðvum líkamans að slaka á með því að færa kalsíum úr vöðvum og aftur í blóðið þar sem það getur ferðast um allan líkamann. Fyrir svefninn er þetta lykilatriði þegar kemur að vöðvaslökun og getur hjálpað þér að sofna og halda þér sofandi.

Gættu að umhverfinu

- Auglýsing -

Hitastigið í herberginu skiptir máli, og um að gera að hafa það hæfilega svalt.

Notaðu djúpöndun

Að taka góða slökun, með því að taka fjóra djúpa og góða andardrætti, getur hjálpað líkamanum að slaka á, hvílast betur og anda í eðlilegum takti fyrir svefn. Slík djúpöndun eykur framboð súrefnis til heilans og örvar sjálfvirka taugakerfið (parasympatíska) sem styður við slökun. Slökun gerð með þessum hætti getur lækkað hjartsláttartíðni og blóðþrýsting og minnkað vöðvaspennu sem hjálpar okkur að sofna fljótt og vel.

Forðist daglúra

Þeir sem sofa illa þurfa að passa sig að dotta ekki yfir sjónvarpinu á kvöldin eða leggja sig yfir daginn, þrátt fyrir að oft sé það ansi freistandi. Börn á leikskólaaldri ættu ekki að sofa eftir klukkan 14 á daginn. Þriggja mínútna stuttur lúr í bílnum seinnipartinn er líklegri til að valda svefnerfiðleikum en klukkutímalúr kringum hádegi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -