Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sem stendur í án nokkurs vafa, langþráðu sumarfríi sem hófst 28. júní og stendur til 7. júlí. Því komst Mannlíf að þegar reynt var að hafa samband við kappann nýverið. Þórólfur mun því snúa aftur úr þessu væntanlega andlega og líkamlega nærandi fríi eftir að hafa staðið í ströngu í langan tíma og undir miklu álagi vegna heimsfaraldursins.
Þórólfur er eins og áður sagði vel að fríinu kominn, en nú er bara spurningin sú hvort hann hafi skellt sér erlendis í leit af sól og sumaryl? Það hefur farið ákaflega lítið fyrir íslenska sumrinu það sem af er, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Ef til vill fór Þórólfur austur á firði þar sem veðurblíðan leikur við Austfirðinga og hitinn mælst vel yfir tuttugu gráður. Guðrún Aspelund sér um að leysa Þórólf af á meðan hann er í fríi.