Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gæti átt erfitt með að reisa flokk sinn upp úr Ásmundarsalsmálinu. Allt er nú gert til þess að beina sjónum að lögreglmönnunum og einkasamtali þeirra sem náðust á búkmyndavélar. Þar töluðu þeir um sjálfstæðismenn á framabraut og sæta áminningu eftirltsnefndar fyrir. Nú hefur komið á daginn að Áslaug Arna Sigurgeirsdóttir dómsmálaráðherra lagði að Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu þar sem sagt var frá háttvirtum ráðherra í partýinu. Lögreglustjórinn baðst ekki afsökunar.
Nú er spurt um það hvað fleira komi fram upptökum úr búkmyndavélum lögreglunnar þar sem þau fengu að sögn yfir sig formælingar gesta. Þess er beðið að þeim upptökum verði lekið líka frá eftirlitsnefndinni. Málið gæti allt orðið Bjarna erfitt í aðdraganda kosninga ef það vindur meira upp á sig. En hann er jú þekktur sem Teflon-maðurinn sem hristir af sér eitt og annað …