Fimmtudagur 12. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Eldri borgari í Garðabæ: „Er ekki tímabært að bæjarstjóri leiti að glataðri samvisku sinni?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Heitasta ósk íbúa Hleinanna í Garðabæ er að straumhvörf verði á hugarfari og áhugaleysi stjórnar gagnvart okkur íbúum Hleina með margumræddri lokun aðalbrautar okkar til okkar heima,“ segir Gunnar H. Jónsson íbúi í Garðabæ í bréfi sem hann sendi til bæjaryfirvalda í þessum mánuði.

Málið snýr að lokun Garða­hrauns­vegar – gamla Álfta­nes­vegarins – í Garða­bæ og hefur valdið mikilli óánægju á meðal íbúa Hleina­hverfis. Vonuðust í­búarnir, sem eru í kringum eitt hundrað talsins og allir eldri borgarar, eftir því að mót­mæli og kæru­mál myndu koma í veg fyrir lokunina.

Svo varð ekki.

Gunnar segir í áðurnefndu bréfi „að í uppvexti okkar aldraðra fólksins var brýnt fyrir okkur að reyna að lifa í sátt við Guð og menn og gera ekkert á hlut minni máttar. Þessi mannlegi lífsmáti hefur vikið fyrir „nýmóðins hugsjón“ að þóknast Mammon með reisn en gefa skít í þann sem ekkert er upp úr að hafa.“

Eftir að veginum var lokað í fyrra hafa íbúar hverfissins þurft að keyra tveggja kíló­metra leið; út á Álfta­nesið eða í gegnum í­búða­hverfi í Vöngunum í næsta bæjarfélagi, Hafnar­firði, en einungis neyðar­bílar og strætis­vagnar mega aka veginn nú.

Gunnar sendir bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnari Einarssyni og hans aðstoðarfólki pillu í bréfi sínu:

- Auglýsing -

„Er ekki tímabært að bæjarstjóri og hans aðstoðarfólk fari að leita í hugskoti sínu hvort þar leynist eitthvað af áður glataðri samvisku?“ og bætir við:

„Já! Við viljum hafa bein áhrif á okkar umhverfi og sameinumst um betri og mannvænni Garðabæ,“ segir Gunnar sem endar bréf sitt til bæjaryfirvalda svona:

„Gleymum ekki að sýna fuglum himins í verki að við séum ekki með hjarta úr blýi. Ég velti fyrir mér hvort sú sé raunin.“

- Auglýsing -
Gunnar er ekki sáttur við Gunnar.

Lokun vegarins hefur einnig verið harð­lega mót­mælt í Hafnar­firði, enda telja nokkur fjöldi af Hanfirðingum og Garðbæingum að lokuni valdið raski, meðal annars fyrir heimilis­fólk og starfs­fólk Hrafnistu í Hafnarfirði.

Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri Garðabæjar segir að „Garða­hrauns­vegi hefur verið breytt úr stofn­braut í safn­götu þar sem um­ferð um veginn hefur verið þung og dregið úr bú­setu­gæðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -