Enski fjölmiðillinn The Sun fjallaði nýverið um Eið Smára Guðjohnsen, líklega besta knattspyrnumann sem Ísland hefur af sér alið.
Umfjöllunin er þó ekkert tengd máli því sem skók þjóðina nýverið og leiddi til þess að Eiður Smári var skikkaður í áfengismeðferð og tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá KSÍ sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Í umfjöllun The Sun eru taldir upp nokkrir heimsfrægir knattspyrnumenn sem eiga efnilega syni sem taldir eru líklegir til afreka í knattspyrnu í framtíðinni.
Má þar nefna Wayne Rooney, Zinedine Zidane, Cristiano Ronaldo og svo Eið Smára.
„Eiður Smári á þrjá mjög efnilega fótboltamenn, Andra Lucas, Sveinn Aron og Daníel Tristan,“ segir í grein The Sun.