„Það er eitthvað bogið við þetta“ segir Vignir inn á Facebook hópnum Matartips. Hann lætur fylgja með mynd af nauta tomahawk steik sem upprunalega átti að kosta 3.412 krónur en hefur seikin verið sett á síðasta séns tilboð á 4.449 krónur eða 30 prósent hærra verð en það upprunalega. Myndina má sjá hér að neðan.
Meðlimir hópsins láta sitt ekki eftir liggja undir innleggi Vignirs:
„Guð blessi Ísland“
„Er þetta úr ruslagámum?“
„Það er engu líkara en að það hafi verið bílasali að verðmerkja“
„Krónan er almennt bogin“
„Helvítis Verðtrygginginn“
„Líklegast hefur einhver fært miðann á milli þyngsta kjötsins og léttasta og þannig komist upp með að fá stærra kjötið á ódýrara verði“
„Er ekki eitthvað bogið við það að kaupa kjöt sem er ekki íslenskt! Styrkjum íslenskt!“