Laugardagur 14. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hertz svarar engu um himinháa leigu á smábíl – Vildu rukka Rakel um 26 þúsund krónur á dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bílaleigan Hertz svarar engu um himinhátt leiguverð sem fyrirtækið ætlaði að krefja íslenskan námsmann um í sumar. Frétt Mannlífs í gær um bílaleiguna og himinhátt verð á bíl frá fyrirtækinu vakti mikla athygli.

Þar kom fram að íslenskur námsmaður búsettur í Danmörku, sem stödd er hér á landi í fríi, hringdi í Hertz og hafði í hyggju að leigja af þeim bíl í sautján daga. Hún hætti snarlega við þegar henni var sagt að leiga í sautján daga á Toyota Yaris kostaði tæpa hálfa milljón króna.

Í frétt Mannlífs sagði meðal annnars þetta:

„Tilboðið (frá Hertz) heyrðist mér vera 44.500 krónur, og hugsaði með mér, Ok – næs.“

En námsmanninum hafði misheyrst og leigan var nokkuð hærri en 44.500 krónur:

„Þetta var 445.000 krónur í leigu á Toyota Yaris í sautján daga!“

- Auglýsing -

Það þýðir að Hertz er að leigja fólki smábíl fyrir rúmar 26 þúsund krónur á dag.

Eftir að hafa heyrt þessa upphæð sagði íslenski námsmaðurinn við starfsmann bílaleigunnar að það myndi enginn borga svona háa upphæð fyrir leigu á smábíl í sautján daga; að ef hún ætti slíkan pening í veski sínu myndi hún frekar kaupa sér bíl fyrir þessa upphæð; var starfsmaður Hertz sammála þessu:

„Já, sama hér, nei, það eru bara útlendingar sem leigja á svona verði.“ Líklega eru fáir Íslendingar sem myndu samþykkja slíkt verð fyrir leigu á smábíl, og velta má því fyrir sér hvort Hertz sé fyrst og síðast að reyna að ná til túrista sem farnir eru að koma aftur hingað í stórum stíl eftir afléttinguna vegna Covid nýlega.

- Auglýsing -

Mannlíf hefur reynt að fylgja fréttinni eftir, strax eftir að hún birtist í gær og í dag; sent fyrirspurnir á nokkra háttsetta starfsmenn og/eða eigendur bílaleigunnar Hertz, en viðbrögðin hafa verið nákvæmlega engin.

Fyrri fyrirspurnin var svohljóðandi:

„Góðan daginn. Langaði að athuga hvort þið mynduð vilja tjá ykkur um frétt á mannlif.is varðandi mögulega dýra leigu á bíl? Er verðið fyrir leigu á bílum hjá ykkur svona hátt? Ef svo er, þá hvers vegna? Eru slík verð hjá ykkur og öðrum bílaleigum hér á landi svipuð?

Með kveðju og von um góð viðbrögð, blm. Mannlífs.

Með fyrirspurninni var sendur linkur á frétt Mannlífs um málið.

Fyrir þremur klukkutímum sendi blaðamaður Mannlífs aðra fyrirspurn á sama fólk hjá bílaleigunni Hertz, og var hún svohljóðandi: „Er að vinna að framhaldsgsgrein um málið – fæ ég engin viðbrögð frá ykkur?“

Nú undir kvöld hafa enn engin svör frá forsvarsmönnum bílaleigunnar Hertz borist til Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -