Laugardagur 23. nóvember, 2024
-4.8 C
Reykjavik

Gosið alls ekki búið – Nýtt op myndaðist í gærkvöldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gærkvöldið opnaðist nýtt gosop í gígnum á Fagradalsfjalli og hraun tók þar að spýtast upp. Fyrr um daginn hafði Veðurstofan velt því fyrir sér hvort gosinu væri að ljúka því órói við fjallið hafði minnkað töluvert.

Hið nýja gosop virðist hafa opnast um klukkan tíu í gærkvöldi, að því er fram kemur í í færslu á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Þar segir að líklega hafi kvikan fundið veikleika þarna í gígnum og líkur eru á að um sömu gosrás sé að ræða.

Líkt og Mannlíf greindi frá í gær útilokaði Veðurstofan ekki að nú gæti farið að sjá fyrir endann á gosinu okkar allra og hugsanlega síðasti séns að taka labbið og taka nokkrar sjálfur við gíginn. Í tilkynningu frá Veðurstofunni sagði að seinnipartinn í gær hafi órói við Fagradalsfjall minnkað töluvert og um sama leyti sýndi vefmyndavél litla sem enga virkni í gígnum.

Veðustofan tók fram að enn væri of snemmt að segja til um hvort þetta væru goslok og nú er orðið ljóst að svo er ekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -