Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Gylfi og Alexandra reyndu að eignast barn í fimm ár: „Maður upplifir sig hálf gallaðan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn nýlega og hefur stúlkan fengið nafnið sérstaka en fallega, Melrós Mía Gylfadóttir.

Gylfi og Alexandra hafa verið saman lengi, en þau gengu í hjónaband sumarið fyrir tveimur árum síðan. Þau höfðu í nokkur ár reynt að eignast barn og hefur Gylfi Þór tjáð sig um það, sagt að hann og Alexandra hafi verið búin að reyna að eignast barn í fimm ár.

Alexandra hefur sagt að þau hjónin hafi fengið fréttir um að ekki yrði auðvelt fyrir þau að eignast barn þegar þau voru aðeins tuttugu og sex ára gömul; Alexandra sagði að þau tíðindi hefði verið ótrúlega skrítið að fá:

„Maður upplifir sig hálf gallaðan, þegar þetta er eitthvað sem flestir í kringum mann hafa ekki þurft að hafa mikið fyrir. Þegar maður byrjar svo að reyna að eignast barn gengur maður að sjálfsögðu út frá því að allt gangi vel þar til annað kemur í ljós. Þetta var ákveðið sjokk,“ sagði Alexandra í viðtali við Fréttablaðið þar sem hún ræddi erfiðleikana við ófrjósemi.

„Ég hef alltaf verið viss um að ég yrði mamma einn daginn, en ég vissi ekki hvaða veg ég yrði að ganga til þess að það yrði að veruleika. Í hvert skipti sem eitthvað nýtt er reynt þá hækkar vonarstigið. Fallið og vonbrigðin verða því oft aðeins hærri með hverju skiptinu sem maður fær neikvæða útkomu. Ég var gjörsamlega búin á því og ákvað að einbeita mér að því að styrkja mig andlega og líkamlega þar til kæmi í ljós hvenær við gætum haldið áfram.“

Alexandra hefur einnig rætt um erfiðleika sem tengjast ófrjósemi og að hún upplifað sig hálf gallaða sérstaklega þegar eitthvað svona sé ekki það sem flestir í kringum hana hafi þurft að upplifa. Alexandra hefur tjáð sig um þau miklu vonbrigði að geta ekki orðið ófrísk og að í hvert sinn sem tíðahringurinn hófst að nýju hafi vonin verið sterk og hausinn alltaf kominn lengra fram í tímann.

- Auglýsing -

„Ófrjósemi er mikill tilfinningarússibani og getur oft á tíðum verið einmana staður að vera á. Ég upplifði mig stundum svolítið einmana í sorginni sem fylgdi þessu enda ekki margir í kringum mann sem skilja líðanina sem fylgir þessu.“

Alexandra og Gylfi reyndu glasameðferð; fyrst árið 2016 – án árangurs og segir Alexandra þá reynslu hafa verið sér erfiða.

En allt er gott sem endar vel og nú er Melrós Mía komin í heiminn.

- Auglýsing -

Eins og kunnugt er búa Gylfi og Alexandra á Englandi í Bítlaborginni Liverpool þar sem Gylfi leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -