Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sigrún og Guðlaugur létust með 3 daga millibili: „Ljúfsárt í ljósi þess hversu sam­rýnd þau voru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það getur stundið verið skammt stóra högga á milli í lífinu eins og í tilviki hjónanna Sigrúnar Ágústsdóttur og Guðlaugs Óskarssonar, útgerðarhjóna frá Grindavík.

Sigrún Ágústs­dótt­ir sem fædd­ist í Grinda­vík árið 1936 lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 2. júní síðastliðnum. Aðeins þremur dögum síðar lést eiginmaður hennar, Guðlaug­ur Óskars­son sem fædd­ist á Sigluf­irði 7. júní árið 1935, á sama spít­al­a þann 5. júní 2021. Þau áttu fjögur börn.

Yngsta dóttir þeirra hjóna minnist foreldra sinna með hlýju í minningargrein í Morgunblaðinu. Það segir hún þau vart mátt sjá hvort af öðru alla tíð, svo samtaka hafi þau verið í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. „Það var vissu­lega mikið högg að missa for­eldra sína með þriggja daga milli­bili en líka ljúfsárt í ljósi þess hversu sam­rýnd og sam­taka hjón þau höfðu alltaf verið. Þau voru ein­fald­lega góðar mann­eskj­ur og mikl­ar fyr­ir­mynd­ir. Elsku mamma og pabbi, takk fyr­ir allt. Við eig­um eft­ir að sakna ykk­ar mikið en erum glöð að þið séuð sam­an og treyst­um því að þið séuð að gera eitt­hvað skemmti­legt sam­an.“

Tengdasonur Sigrúnar og Guðlaugs leggur einnig áherslu á samtakamátt hjónanna í minningargrein sem undirstrikast með að þau hafi kvatt þetta jarðríki svo til á sama tíma. „Tengda­for­eldr­ar mín­ir voru ein­stak­ar per­són­ur sem gott var að um­gang­ast. Ég veit að þið eruð nú sam­an að njóta þess sem sá staður hef­ur upp á að bjóða. Kannski eruð þið að spila golf eða á skíðum en alla­vega veit ég að þið eruð að gera þann stað betri með góðvild ykk­ar og vænt­umþykju.“

Mannlíf vottar aðstandendum hjónanna samúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -