Það getur stundið verið skammt stóra högga á milli í lífinu eins og í tilviki hjónanna Sigrúnar Ágústsdóttur og Guðlaugs Óskarssonar, útgerðarhjóna frá Grindavík.
Sigrún Ágústsdóttir sem fæddist í Grindavík árið 1936 lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. júní síðastliðnum. Aðeins þremur dögum síðar lést eiginmaður hennar, Guðlaugur Óskarsson sem fæddist á Siglufirði 7. júní árið 1935, á sama spítala þann 5. júní 2021. Þau áttu fjögur börn.
Yngsta dóttir þeirra hjóna minnist foreldra sinna með hlýju í minningargrein í Morgunblaðinu. Það segir hún þau vart mátt sjá hvort af öðru alla tíð, svo samtaka hafi þau verið í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. „Það var vissulega mikið högg að missa foreldra sína með þriggja daga millibili en líka ljúfsárt í ljósi þess hversu samrýnd og samtaka hjón þau höfðu alltaf verið. Þau voru einfaldlega góðar manneskjur og miklar fyrirmyndir. Elsku mamma og pabbi, takk fyrir allt. Við eigum eftir að sakna ykkar mikið en erum glöð að þið séuð saman og treystum því að þið séuð að gera eitthvað skemmtilegt saman.“
Tengdasonur Sigrúnar og Guðlaugs leggur einnig áherslu á samtakamátt hjónanna í minningargrein sem undirstrikast með að þau hafi kvatt þetta jarðríki svo til á sama tíma. „Tengdaforeldrar mínir voru einstakar persónur sem gott var að umgangast. Ég veit að þið eruð nú saman að njóta þess sem sá staður hefur upp á að bjóða. Kannski eruð þið að spila golf eða á skíðum en allavega veit ég að þið eruð að gera þann stað betri með góðvild ykkar og væntumþykju.“
Mannlíf vottar aðstandendum hjónanna samúð.