Ingólfur Þórarinsson – Ingó Veðurguð – hafnar með öllu ásökunum um kynferðisofbeldi af hans hálfu, en hópurinn Öfgar birti nafnlausar frásagnir meira en tuttugu kvenna á TikTok; þar er lýst kynferðisofbeldi og áreitni sem konurnar segja að þær hafi hafa lent í af hálfu Ingólfs.
Umræða um meint kynferðisofbeldi Ingólfs hefur verið til umræðu á samfélagsmiðlum; til að mynda TikTok, Facebook og Twitter, sem hófst í kjölfar seinni bylgju #metoo hreyfingarinnar sem byrjaði í vor.
Sjá einnig: „Ég er bara hissa að Þjóðhátíð hafi ekki grátbeðið Auði að vera með svona for the cherry on top“
Því hefur verið harðlega mótmælt að Ingó hafi verið ráðinn til að stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í hár. Hópur rúmlega 130 kvenna skrifaði undir undirskriftarlista sem sendur var þjóðhátíðarnefnd og hefur nefndin sagt ætla að fara betur yfir ákvörðunina.
Ingólfur hefur sagt að hann upplifi ásakanirnar sem árásir og hefur áhyggjur af fjölskyldu sinni og sínum vinum vegna umræðunnar. Hann neitar alfarið sök og ætlar að kæra. Hverja/hverjar hann hefur í hyggju að kæra er ekki enn vitað.
Mannlíf reyndi nú undir kvöld að ná tali af Ingólfi en án árangurs.