Bóndinn Högni segir Bændasamtökin vera á rangri braut: „Mætti halda að þau vissu ekki að á Íslandi er mjólkur- og kjötframleiðsla“
Högni Elfar Gylfason sauðfjárbóndi og áhugamaður um þjóðmálin „er hugsi yfir þessu viðtali við formann og framkvæmdastjóra Bændasamtakanna,“ og á þar við viðtal Vigdísar Haslers framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Gunnar Þorgeirsson formann Bændasamtakanna sem ræddu tækifæri i íslenskum landbúnaði og má hlusta á hér.
Högni er ekki allskostar sáttur við ummælin hjá Vigdísi og Gunnari hjá Bændasamtökunum og segir:
„Það mætti halda að þau vissu ekki af því að i landinu er mjólkur- og kjötframleiðsla,“ nefnir hann og bætir við: Ef vel er á spöðunum haldið bíður þessi framleiðsla ekki síður yfir sóknarfærum en grænmetis-, ávaxta, korn- og hampræktun, sem var það eina sem þeim datt í hug að nefna.“
Að mati Högna eru Bændasamtökin ekki á réttri leið – hreinlega á rangri braut.
Hann telur afar sérkennilegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að í áðurnefndu viðtali hafi þau Vigdís og Gunnar, forystufólk í Bændasamtökunum, skautað alveg fram hjá því sem mestu máli skiptir að mati Högna hvað varðar bændastéttina hér á Íslandi.
Högni segir að „þau Vigdís og Gunnar minntust bara ekki einu orði á mjólkina og kjötið og ég hreinlega spyr: „Á hvaða vegferð eru forystumenn Bændasamtakanna?“