Kvöldið í gær og nóttin eftir það var ekki mjög annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En það er alltaf eitthvað.
Lögreglu barst tilkynning seint í nótt um sérkennilegt og frekar rásandi aksturslagi í Laugardal. Stuttu síðar var tilkynnt um að bifreiðinni hafi verið ekið á ljósastaur. Báðir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa. Tveir voru í bifreiðinni í annarlegu ástandi sem sögðust hvorugur hafa ekið henni.
Um svipað leyti var brotist inn í fyrirtæki í Árbænum. Þjófar komust yfir kveikjuláslykla af bifreið sem stóð fyrir utan fyrirtækið og óku á henni af vettvangi.
Klukkan níu í gærkvöld barst til lögreglu tilkynning um hústökufólk í íbúð í miðbænum í „Borg Óttans“ en eigandi íbúðar fékk ábendingu um að fólk héldi sig til í tómri íbúð sinni; óskaði eftir aðstoðar lögreglu og var fólkinu var vísað á brott.
Á tíunda tímanum var óskað var eftir aðstoð lögreglu eftir að átök brutust út í austurborginni, og tilkynnt um slasaðan mann með skurð í andliti; fór sjúkrabíll á vettvang ásamt lögreglu. Stuttu síðar var árásarmaðurinn handtekinn vistaður í fangaklefa.