Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur skipt um skoðun og er nú á leiðinni í framboð. Flokkur hans mælist gjarnan með menn inni á þingi og allt eins líklegt að það verði niðurstaðan úr kosningunum í vor. Foringinn er líka alveg skýr í tali. Ekki kemur til greina að vinna með auðvaldsflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Viðreisn. Aftur á móti vill hann vinna með góðu fólki úr öðrum flokkum. Víst er að þar er hrollur innan kerfisflokkanna sem hafa setið nánast ótruflaðir í kokkteilboði auðvaldsins. Það er götustrákur á gömlum spariskóm að lauma sér inn í boð bláu jakkafatanna og elítan er dauðhrædd …