Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Bæjarins beztu hafa hækkað verð á pylsu um 17 prósent á örfáum mánuðum – OKUR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjarins beztu hafa farið hamförum í verðhækkunum hjá sér því á tæpum sjö mánuðum hefur pylsan hækkað um 17 prósent hjá fyrirtækinu.

 

Verðhækkun upp á 6,4 prósent átti sér stað hjá þeim í lok nóvember 2020. Eftir þá hækkun kostaði pylsan 500 krónur en í dag eftir enn aðra hækkunina kostar hún 550 krónur, það er 10 prósent hækkun til viðbótar á mjög skömmum tíma. Samtals hefur því pylsa hjá Bæjarins beztu hækkað um 17 prósent á tæpum sjö mánuðum sem verður að teljast mjög mikil hækkun.

Pylsa kostar nú 550 krónur hjá Bæjarins beztu

Samkvæmt grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 9. febrúar 1995 má sjá að pylsan hjá Bæjarins beztu kostaði þá 140 krónur. Sé þeirri upphæð skellt inn í verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands má sjá að verðið í dag ætti að vera 408 krónur. Verðið í dag er 35 prósent hærra en það sem reiknirinn gefur upp og mætti spyrja sig þeirrar spurningar hverju það sætir.

Brot úr greininni sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar 1995, þarna má sjá að pylsa kostaði 140 krónur hjá Bæjarins beztu.
Hér má sjá útreikninginn af verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands

 

Línurit sem sýnir verðlagsþróunina frá 1995 til 2021

 

- Auglýsing -

Til gamans má geta þess að pylsa kostaði hjá Bæjarins beztu 380 krónur síðari hluta árs 2014. Sé því verði slegið inn í verðlagsreikninn ætti pylsan að kosta 459 krónur. Verðið í dag er 20 prósent hærra og því verður það að teljast ljóst að þessar hækkanir eru alls ekki í takt við nokkuð annað en að fyrirtækið vill meiri gróða á kostnað neytenda.

 

Tilboð sem birtist á Hópkaup sem var í gangi síðla árs 2014 og sýnir að verð á pylsu var á þeim tíma 380 krónur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -