Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Beggi leitar nafnlauss uppljóstrara ráðuneytis: „Ég vil þakka þeim fyrir sem tók þessa áhættu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörn Dan Gunnarsson, oftast kallaður Beggi, lýsir eftir nafnlausum bréfritara sem sendi honum bréf í vinnuna. Hann segir bréfið innihalda sláandi upplýsingar sem hann vilji gjarnan fá staðfestar frá fyrstu hendi frá bréfritara.

Beggi lýsir eftir bréfritaranum í færslu á Facebook því hann vilji koma í veg fyrir að bréfið hafi verið sent í þeim tilgangi einum að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Þar segir hann:

Bréfið dularfulla sem beið Begga í vinnunni.

„Þegar ég mætti til vinnu eftir sumarfrí beið mín umslag með nafnlausu bréfi. Bréfið inniheldur virkilega sláandi upplýsingar og sá eða sú sem skrifar bréfið segist vera starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Til að það sé á hreinu þá vil ég að það komi skýrt fram að ég trúi hverju orði sem kemur fram í bréfinu. Það er samt sem áður möguleiki á að þarna sé farið með rangt mál og að bréfið sé skrifað í pólítískum tilgangi, til að koma höggi á ákveðna aðila innan ráðuneytisins,“ segir Beggi og bætir við:

„Af þeirri ástæðu er ég á báðum áttum um hvað ég á að gera við þessar upplýsingar. Ég óska þess að bréfritari hafi samband við mig eða einhverja systra minna, bara til að fá staðfest að viðkomandi hafi þau tengsl sem hann/hún segist hafa. Við heitum því, hvert okkar sem er, að halda nafnleynd og segja ekki einu sinni hvert öðru deili á þeim sem skrifaði bréfið. Því er hægt að treysta. Við viljum bara sannfærast um að þetta séu réttar upplýsingar svo að við getum birt þær opinberlega. Ég vil þakka þeim sem sendi mér þetta bréf fyrir að taka þessa áhættu. Ég vona að hann/hún hafi samband.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -