„Ég fékk símhringingu úr leyninúmeri klukkan 8:58 á miðvikudagsmorgninum frá manni að nafni Ali, hann vinnur hjá UTN og talar arabísku og hann sagði að ég ætti að koma klukkan 11 að sækja bólusetningarskírteinið mitt“. Á Þessum orðum hófst frásögn Shoukri, sem er 29 ára palenstínskur flóttamaður, sem fullyrðir að lögregla og sérsveit hafi beitt sig óþörfu og miklu harðræði, í húsakynnum Útlendingastofnunar á síðastliðinn miðvikudagsmorgun.
Shoukri veitti Mannlífi einkaviðtal í gærkveldi aðeins örfáum klukkustundum áður en hann fór sjálfviljugur í fylgd stoðdeildar lögreglunnar út á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann flaug til Þýskalands og hefur blaðamaður enn ekkert frétt af honum síðan í morgun en þá sendi hann sjálfsmynd af sér um borð í flugvélinni sem nam hann á brott frá Íslandi.
Eitt af því sem hann sagði Mannlífi frá var vítavert brot starfsmanns UTN sem ekki bara lokkaði hann og vin hans á staðinn á fölskum forsendum heldur stóð hann hjá og neitaði að túlka fyrir fársjúkann mann sem hafði hlotið íterkuð höfuðhögg. „Á þessum tímapunkti hrópa ég á Ali um að hjálpa mér en hann stóð bara þarna og þagði“.
Símtalið örlagaríka var upphafið af atburðarás sem endaði ákaflega illa fyrir unga manninn. Hér má sjá einkaviðtalið við Shoukri Abolebda.