Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Með skammbyssur í Krónunni: „Vopn eiga ekki heima á almannafæri – Við viljum vera vopnlaust land“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmynd sem virðist sýna tvo sérsveitarmenn á gangi um hábjartan dag vopnaða skammbyssum á leið í Krónuna, hefur vakið mikla athygli inni Facebook-síðu sem ber nafnið Pírataspjallið 2.

Kona sem heitir Helga deilir innlegi og segir „að hér hittir ein vinkona þessa í Krónunni; það rifjast þá upp fyrir mér að ég var í bakaríi í miðborginni með barn með mér og þar voru tveir vopnaðir að versla sér sætabrauð,“ og spyr: „Þetta getur ekki verið í lagi, er það?“

Á mynd sem fylgir færslunni og sjá má með þessari grein virðast tveir sérsveitarmenn vera vopnaðir skammbyssum á leið í Krónuna, mögulega til að fá sér næringu.

Birna spyr á síðunni: „Veit einhver hvar ég finn „memóið“ um að það sé orðið normal að tvær löggur skreppi saman í Krónuna vopnaðar skammbyssum?“

Gerður er ekki sátt við það sem virðist vera vopnuð sérsveit um hábjartan dag röltandi í rólegheitum í átt að Krónunni: „Okkur er ekki fyrirmunað að halda sönsum og hugsa og haga okkur eins og siðað fólk; vopn eiga ekkert heima á almannafæri,“ segir Gerður og bætir við: „Við viljum vera vopnlaust land og það er algjörlega út fyrir öll mörk að láta fólk venjast við að hafa þau sem sjálfsagðan hlut. Ég var fullviss um að þetta myndi þróast í þessa átt þegar lögreglan var klædd í árásargallann og breyttist í ógn í stað verndar þegar Ómar Ragnarsson var handtekin í Gálgahrauninu af „búningavörðum sendiboðum“ lögreglunnar – ekki vörðum laganna, því Ómar var að verja svæðið samkvæmt verndarlögum. Að taka Ómar fastan var eins og að taka Vigdísi Finnbogadóttur fasta. Skömm sé okkur að leyfa heilbrigðri skynsemi ekki þátttöku í daglegu lífi. „Við Íslendingar viljum ekki vopnað fólk á vappi, nema nauðsyn sé. Og það er í mínum huga ákveðin samfélagssáttmáli um það, því vill ég sem borgari þessa lands ekki breyta.“

Elsa leggur orð í belg og segir að „það sem er svo hræðilegt er að við erum að „normalisera“ þetta. Þökkum fyrir að þetta er enn ekki komið lengra, þannig að hægt er að setja bremsurnar á, núna.“

- Auglýsing -

Heiða er heldur ekki ánægð og bendir á „að lögreglan er með sérstök box í bílnum þar sem þeir geta geymt vopnin. Við eigum ekkert að þurfa að venjast því að sjá vopnaða lögreglumenn í almannarýminu. Algjör óþarfi.“

Nú er það ykkar að meta, kæru lesendur, hvort þarna séu sérsveitarmennirnir tveir á myndinni vopnaðir skammbyssum eður ei.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -