Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Góð kaup á útsölum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú eru útsölurnar í fullum gangi og hér eru nokkur góð ráð til að gera örugglega sem best kaup.

Mættu snemma

Algengustu stærðirnar og nýjustu vörurnar eru það sem fer fyrst á útsölunum. Ekki bíða of lengi svo þú eigir ekki á hættu að missa af því sem þú hefur hug á.

Vertu undirbúin/n

Hvað er það sem vantar í fataskápinn þinn? Ef þú veist að hverju þú leitar er líklegra að finna það inn á milli á troðnum fataslám eða í hillum búðanna. Leitaðu uppi klassískar, endingargóðar flíkur í góðum sniðum en forðastu kassana þar sem allt kostar fáeina hundraðkalla.

Ekki kaupa bara eitthvað

Hefurðu haft auga á tiltekinni flík eða skópari lengi? Kannaðu hvort hún sé komin á útsölu, þá ætti að vera auðvelt að réttlæta kaupin fyrir sér. Forðastu þau mistök að kaupa flíkina einungis vegna þess að hún er á afslætti. Ef þú myndir ekki kaupa hana á fullu verði áttu líklegast ekki eftir að nota hana mikið hvort sem er.

- Auglýsing -

Kauptu aðeins það sem passar á þig

Ekki kaupa buxur sem þú „ætlar að passa í“ í sumar. Ef kápan er allt of þröng, ekki kaupa hana með það að markmiði að missa nokkur kíló til að passa í hana. Verðlaunaðu þig frekar með nýrri flík þegar markmiðum þínum hefur verið náð.

Kauptu sumarvörur í vetur – og öfugt

- Auglýsing -

Á útsölum er oft hægt að gera frábær kaup á árstíðabundnum vörum. Við höfum orðið varar við góð tilboð á sumarvörum, á öllu frá strigaskóm upp í reiðhjól. Ef þú ætlar hvort sem er að fjárfesta í slíkum hlutum með hækkandi sól er ekki úr vegi að gera það núna. Í staðinn gætir þú notað sumarútsölurnar til að kaupa kuldagalla á börnin. Alltaf skrefi á undan, ha?

100% afsláttur – já, takk

Mundu að mesti sparnaðurinn er fólginn í því að kaupa ekki neitt. Eggjasuðuvél á 50% afslætti er á 100% afslætti ef þú sleppir því að kaupa hana. Það er fátt leiðinlegra en að eyða peningunum sínum í eitthvað sem fer beint upp í skáp og er bara fyrir. Sleppum því frekar.

Skoðaðu netverslanir

Troðnar verslunarmiðstöðvar og biðraðir eru ekki spennandi tilhugsun í augum margra. Oftast er hægt að gera jafngóð ef ekki betri kaup í netverslunum, bæði innlendum og erlendum. Komdu þér vel fyrir uppi í sófa með rauðvínsglas og kreditkortið að vopni og gerðu góð kaup.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -