Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Tek fagnandi á móti Buffalo-skónum aftur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir, vörumerkjastjóri Ölgerðarinnar, heldur úti síðunni gydadrofn.com en þar fjallar hún um lífsstíl, heilsu, ferðalög og tísku. Það var því ekki úr vegi að skyggnast inn í fataskáp Gyðu Drafnar enda margt fagurt þar að finna.

Gyða Dröfn er fædd og uppalin á Akureyri en hefur undafarin ár verið búsett í Garðabæ. Hún lærði sálfræði við Háskóla Íslands með áherslu á markaðsfræði sem hún segir að reynist sér vel í núverandi starfi.

„Ég myndi segja að stílinn minn væri frekar kvenlegur og fínlegur og undir sterkum asískum áhrifum. Ég elska létt og flæðandi efni í ljósum litum, í bland við asísk munstur og snið. Ég er yfirleitt alltaf í einhverju ljósu að ofan og nota mikið léttar skyrtur og kimonoa. Ég er líka mjög hrifin af því að Buffalo-skór eru komnir aftur í tísku og mig dauðlangar að fjárfesta í pari. Þar sem ég er ekki mjög hávaxin er þetta trend einstaklega praktískt fyrir mig. Þessu fylgir ákveðin nostalgía þar sem ég átti Buffalo-skó þegar ég var yngri og tek því fagnandi á móti þeim aftur.“

Ég elska létt og flæðandi efni í ljósum litum, í bland við asísk munstur og snið.

Aðspurð hvaðan Gyða Dröfn sæki innblástur segist hún horfa mikið til Instagram.

„Ég fylgist bæði með einstaklingum og verslunum þar og fæ innblástur af myndum frá þeim. Annars versla ég mikið bæði erlendis og á Netinu en einnig hér heima. Erlendis eru verslanirnar & Other Stories og Urban Outfitters í miklu uppáhaldi. Ég skoða mikið vefverslanirnar Asos og Na-kd, og kíki svo oftast í Zara, Vero Moda, Springfield, Gallerí og Húrra hér heima. Ég á alltaf mjög erfitt með mig þegar kemur að kimonoum og ég held ég eigi í kringum fimmtán stykki. Það er bara eitthvað við sniðið og fallegu mynstrin á þeim sem ég stenst alls ekki.“

„Sú flík sem hefur hvað mesta tilfinningalega gildið verður eiginlega að vera annar kimono, sem að kemur kannski ekki á óvart þar sem um 1/3 af skápnum mínum er kimonoar. En þennan keypti ég í Miami, sem er einmitt uppáhaldsborgin mín og kærastans og ég klæddist honum kvöldið sem við trúlofuðum okkur.“
„Ég fjárfesti nýlega í síðum, dökkbláum kjól úr mesh-efni af síðunni na-kd.com. Hann var ætlaður fyrir utanlandsferð sem er á döfinni á næstunni, en hann var svo fallegur að ég stóðst ekki mátið og notaði hann á viðburði um daginn. Ég fékk ótal spurningar um hann enda er hann bæði fallegur og þægilegur.“
„Uppáhaldsflíkin mín í augnablikinu er þessi gullfallegi kimono sem ég fékk í afmælisgjöf. Ég stenst ekki fallega kimonoa og þessi er alveg einstakur. Á afmælinu mínu fyrr á árinu hélt ég veislu með japönsku þema og langaði í fallegan kimono til að klæðast í veislunni. Ég fann þennan á Netinu en hann var mjög dýr svo ég tímdi ekki að splæsa í hann. Kærastinn minn ákvað þá að gefa mér hann í afmælisgjöf sem gladdi mig einstaklega mikið. Ég hef notað hann mjög mikið og hann er án efa það allra fallegasta sem ég á.“
„Ég er óvenjulega lítið fyrir að nota fylgihluti og er til dæmis afskaplega sjaldan með skartgripi. En nýlega hef ég tekið ástfóstri við scrunchies-hárteygjur og þær eru uppáhaldsfylgihluturinn í augnablikinu. Ég keypti mér nokkrar í mismunandi litum og munstrum sem ég para við mismunandi klæðnað.“

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -