- Auglýsing -
Tónlistarkonan Aldís Fjóla heldur tónleika á Hard Rock Café sunnudaginn 24. mars klukkan 20.30. Á tónleikunum flytur hún ásamt hljómsveit frumsamið efni í bland við nokkur af hennar uppáhaldslögum.
Aldís Fjóla vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson hjá Stúdíó Bambus. Miðaverð á tónleikana er 3.500 krónur, en miðasala er á tix.is. Húsið opnar klukkan 20 en tónleikarnir hefjast hálftíma síðar.