- Auglýsing -
Í vor sendi kjallarapoppsveitin Andy Svarthol frá sér sína fyrstu breiðskífu, Mörur.
Í kvöld, föstudaginn 22. nóvember, verður platan áþreifanleg í veglegri vínylútgáfu. Af því tilefni verður hún flutt í heild sinni á útgáfutónleikum sveitarinnar í Hressingarskálanum og í þokkabót seld á sérstöku tilboðsverði. Aðgangseyrir er 2.000 kónur. Miða má nálgast á Tix.is.
