- Auglýsing -
Hljómsveitin Gunnar The Fifth, sem er skipuð Íslendingum búsettum í Noregi og gítarleikara frá Bretlandi, var að senda frá sér smáskífuna Fell of a Ledge.
„Lagið fjallar um baráttuna um að halda sér á beinu brautinni,“ segja meðlimir sveitarinnar. „Eitthvað sem margir hafa verið að díla við. Við í bandinu höfum allir átt okkar tímabil þar sem þetta hefur verið vandamál.“
Út er komið myndband við lagið sem þeir segja að sé í kómískum stíl. Hægt er að nálgast lagið og vídeóið á Albumm.is.
Texti / Steinar Fjeldsted