- Auglýsing -
Tónlistarmaðurinn Böddi Reynis var að senda frá sér glænýtt lag undir eigin nafni eftir 10 ára hlé frá útgáfu. Fyrsti singúllinn ber heitið Þessi tár og hefur fengið góðar viðtökur. Böddi sendi frá sér sólóplötu árið 2009 sem heitir So Simple, en hún kom út á Spotify á 10 ára afmæli plötunnar fyrir síðustu jól.
Flestir muna eftir honum sem söngvara sveitarinnar Dalton sem gaf síðast út lagið Viltu þiggja minn koss, árið 2011. Óhætt er að segja að Böddi hafi í nógu að snúast því hann syngur inn á jazzplötuna Chet, með lögum eftir Harald Ægi Guðmundsson, en sú plata kemur út í vor.
Hægt er að hlusta á lagið Þessi tár á Albumm.is.