- Auglýsing -
Tónlistarmaðurinn Matthías Pétursson var að senda frá sér plötuna The Apple Store. Að mati Albumm er platan virkilega skemmtileg, uppfull af forvitnilegum textum og tónum, þar sem píanó gegnir veigamiklu hlutverki.
Matthías vann plötuna alla sjálfur, alveg frá plötuumslagi yfir í söng og undirleik, en hún var tekin upp í Stúdíó Sýrlandi.
Matthías segist hafa verið fljótur að vinna hana, þótt hellings vinna sé að baki, og er nú þegar kominn langt með aðra plötu sína. „Vonandi kemur hún út bráðlega,“ segir hann í samtali við Albumm.
Hægt er að hlusta á The Apple Store á öllum helstu streymsiveitum.