- Auglýsing -
Félagarnir Ragnar Jón Ragnarsson og Helgi Egilsson hafa undir nafninu Urmull & Kraðak gefið út lagið One Eyed Jack. Lagið fjallar um Jack, sem ríður inn á mójörpum hesti, segir „fokkit“ og skrifar svo óaðfinnanlegan status á samfélagsmiðil. Það fjallar líka um að gefast ekki upp eða missa vonina.
One Eyed Jack er samið í samstarfi við Halldór Gunnar, kórstjóra Fjallabræðra, sem spilar á gítar í laginu. Þetta er annar síngúllinn sem Ragnar og Helgi senda frá sér eftir útgáfu plötunnar Sápu. Saman og hvor í sínu lagi hafa þeir verið í ýmsum hljómsveitum, Albatross, Fjallabræðrum, Alræði öreiganna, Manhattan, Rúnar Eff bandi, Spilandinu Runólfi, Funky Orange o.fl. Drengirnir byrjuðu á því að spila raftónlist og fönk í kjallara í Hafnarfirði en sameina nú krafta sína aftur sem tvíeyki og semja indískotið trip-hop.