- Auglýsing -
Fyrir skömmu sendi hljómsveitin Deep Reverie frá sér sitt annað frumsamda lag og ber það heitið „Take me home“ og er pródúserað af reynsluboltanum Pétri Hjaltested.
Sveitin samanstendur af parinu Irmu Lín Geirsdóttur söngkonu og gítarleikaranum Víði Mýrmann, ásamt vel völdum gestahljóðfæraleikurum hverju sinni. Músíkin er undir bæði popp- og rokkáhrifum en snertir einnig á klassík, auk þess sem þjóðlegra áhrifa gætir að auki í lagasmíðunum.
Lagið er meðal annars komið út á Spotify og YouTube og er þriðja lagið væntanlegt á næstu vikum.