Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Eftir að ég flutti til Berlínar opnuðust augu mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Rokky sendi nýverið frá sér smáskífuna deux. Það er bandaríska fyrirtækið +1 sem gefur smáskífuna út en fyrirtækið er með listamenn eins og Anna of the North og Editors á sínum snærum.

 

Rokky vakti athygli þegar hún sendi frá sér smáskífuna My Lips í september á síðasta ári í kjölfar þess að hún seldi lagið í Esprit-auglýsingu. Hún hefur lengi fengist við lagasmíðar, eða alveg frá 12 ára aldri og þróaði með sér eigin stíl og hljóðheim í Berlín, þar sem hún hefur verið búsett frá árinu 2013.

„Eftir að ég flutti til Berlínar opnuðust augu mín fyrir techno-, dans- og DJ-heiminum. Það er eitthvert fullkomið frelsi við að vera í Berlín og ég elska klúbbasenuna. Hér fæ ég innblástur fyrir þá tónlist sem ég vil vinna við.“

Hún segir að ákveðin kaflaskil hafi orðið í lífi sínu þegar hún kynntist bandaríska poppdúettinum Sofi Tukker á tónleikum þeirra í Berlín árið 2017. „Það breytti öllu hjá mér,“ segir hún, því  Sophie meðlimur Sofi Tukker hafði tekið eftir sér á tónleikum þar sem hún stóð og söng hvert einasta orð af textunum þeirra.

Eftir giggið hafi Rokky farið og sýnt dúettinum borgina sem leiddi til vináttu og áður en hún vissi af var hún komin upp á svið með þeim að spila lögin sín. „Það gaf mér sjálfstraust til að halda áfram að þróa þann hljóðheim sem ég var komin með og setja mér það markmið að gefa út og spila á tónleikum.“

Nýja smáskífa Rokky, deaux er flutt á frönsku en Rokky talar sex tungumál og hefur búið í fjórum löndum og segir textana sína oft endurspegla umhverfið sem hún er í hverju sinni. „Ég elska franska elektróníska tónlist og er undir áhrifum frá tónlistarmönnum eins og French 79, Alice et Moi og Lescop,“ lýsir hún.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -