Slightly Hungry með tónlistarmanninum Árna Vil kom út fyrir skemmstu. Þetta er fyrsta platan sem kemur frá honum eftir að hann sagði skilið við hljómsveitina FM Belfast.
Platan gerjaðist í þó nokkurð langan tíma en sum lögin eru rúmlega fimm ára gömul. Stefin á plötunni er persónuleg og í mörgum laganna er rauði þráðurinn einhvers konar uppgjör við fortíðina og fjalla um að sporna við því að festast í sama farinu.
Áhrif og innblástur koma ekki eingöngu úr persónulega lífinu en kveikjur að textum hafa komið frá rithöfundum. Þar má nefna Kurt Vonnegut og fræðimanninum Oliver Sacks sem Árni vill meina að sé endalaus uppspretta innblásturs. Tónlistarmenn eins og Harry Nilsson, Townes van Zandt og Lou Reed hafa einnig haft mikil áhrif á listræna sýn hans í gegnum tíðina.
Nýlega kom út myndband við síðasta lag plötunnar. Lagið bet heitið „This and That”. Í myndbandinu flytur leikhópurinn Kriðpleir þvottavél fyrir tónlistarmanninn Teit Magnússon. Tvö önnur myndbönd er svo í bígerð að sögn Árna.