- Auglýsing -
Tónlistarmaðurinn Agnar Agnarsson, eða Agzilla ens og hann er kallaður, kom fyrir skömmu fram á skemmtistaðnum Bravo á sérstöku Hausar kvöldi, en Hausar er „drum n bass“-hópur sem sérhæfir sig í samnefndri tónlistarstefnu og heldur úti netútvarpsstöðinni Hausar Radio.
Agzilla þykir vera einn af fremri plötusnúðum landisns og er einmitt frumkvöðull þegar kemur að drum n bass-tónlist.
Á Bravo spilaði hann eingöngu tónlistar-mix frá árunum 1995-2005 og hægt er að hlusta á það á Albumm.is. Þess á geta að kappinn send nýverið frá sér plötuna Cats Can Hear Ultrasound, en það er breska plötuútgáfan Melatheadz sem gefur plötuna út.