- Auglýsing -
Hljómsveitin Andvaka hefur gefið út sína fyrstu plötu, Andvana. Að sögn sveitarinnar er platan sem er í þremur hlutum, hugsuð sem sálmur einstaklings sem fer í gegnum miklar breytingar á tímum myrkurs, depurðar og svefnleysis, en kemst á endanum að ljósinu.
Er þetta allt í anda sveitarinnar sem kennir sig við melankólískt jarðarfararokk. Hægt er að nálgast plötuna á vefsíðu sveitarinnar, andvaka.bandcamp.com, og á öllum helstu streymisveitum.