Nokkrir tónlistarviðburðir fara fram um helgina og hér eru fjórir sem vert er að kíkja á.
Gamlársball Babies
Fögnum nýju ári og kveðjum það gamla á áramótaballi Babies á Hressingarskálanum. Herlegheitin byrja klukkan 01 eftir miðnætti á gamlárskvöld 31. desember og standa fram eftir nóttu. Ísak, Maggi, Elvar og Mundi verða í óstöðvandi hátíðargalsa og slá tóninn fyrir 2020! Frítt inn.
Einar Teitur á Loft Hostel
Einar Teitur heldur tónleika á Loft Hostel í kvöld, föstudagskvöldið 27. desember klukkan 21. Þar mun Einar Teitur m.a. spila lög af nýútkominni plötu hans Undir svörtum pálma. Frítt inn og allir velkomnir.
Árstíðir í Fríkirkjunni
Í kvöld heldur hljómsveitin Árstíðir sína árlegu hátíðartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Að venju verða leikin frumsamin lög af öllum breiðskífum Árstíða í bland við hátíðar- og jólalög úr ýmsum áttum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20. Miðar á Miði.is.
Jónas Sig í Þorlákskirkju
Jónas Sig kemur fram í Þorlákskirkju ásamt hljómborðsleikaranum Tómasi Jónssyni í kvöld klukkan 21. Saman munu þeir spila ýmis lög frá ferli Jónasar sem mun fjalla um þau og lífið allt á persónulegu nótunum, eins og honum einum er lagið. Með þessum tónleikum vill Jónas slá botn í árið 2019 á sínum heimaslóðum í Þorlákshöfn. Miðasala er á tix.is.