- Auglýsing -
Tónlistarkonan Soffía Ósk sendi á dögunum frá sér lagið Skin. Soffía segir að lagið sé óður til ástarsambanda sem aldrei varð af og að það sé því nokkuð frábrugðið fyrri tónlist hennar á plötunni In Two, sem kom út árið 2018 og var undir áhrifum af þeim stöðum sem hún hefur ferðast til.
„Ég var sem sagt að læra mannfræði í Bretlandi og eftir það flakkaði ég um Grikkland, Litháen og Víetnam, en þeim lífsstíl lauk þegar ég flúði borgarastyrjöld í Nikaragúa,“ segir hún. Þess má geta að myndband við lagið Skin leit dagsins ljós á Valentínusardag, á sjálfum degi elskenda.
Texti / Steinar Fjeldsted