Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hætti að drekka og sköpunargáfan blómstraði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Karítas hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Ásamt því að dj-a og vera meðlimur í Reykjavíkurdætrum var hún að senda frá sér sína fyrstu plötu, Songs 4 Crying. Albumm hitti á Karítas og byrjaði á að spyrja út í tilurð plötunnar.

 

„Ég fór að semja lög og texta í kringum 2013, en fyrir það hafði ég alltaf átt frekar erfitt með að semja og hélt að ég hefði það ekki í mér. Mig grunar að það hafi eitthvað tengst því að ég hætti að drekka á þessum tíma og að það hafi opnað fyrir sköpunargleðina hjá mér,“ útskýrir Karítas, og bætir við að hana hafi langað til að gefa út sólóverkefni en aldrei fundið pródúser sem náði hljómnum sem hún leitaði eftir. Eða alveg þar til hún hlustaði á plötu Daða Freys, & co.

„Þegar ég heyrði plötuna hans Daða í fyrra ákvað ég að senda línu á hann og athuga hvort hann væri til í að vinna með mér nokkur lög,“ segir hún. „Þegar við tókum fyrsta stúdíó-„sessionið“ small þetta strax saman og eftir það tók svo í kringum ár að klára plötuna.“

Mynd / aðsend

Karítas hefur verið Dj í um fimm ár eða frá árinu 2014. Hún segir það hafa byrjaði með því að hún bað vin sinn sem var plötusnúður að kenna sér aðeins að dj-a. Stuttu síðar hafi hún fjárfest í eigin græjum og farið að æfa sig í skiptingum og að mixa. Þetta hafi undið frekar hratt upp á sig og áður en hún vissi af var hún byrjuð að spila á skemmtistöðum í bænum um hverja helgi.

„Ég spila mest á Prikinu og hef verið fastur Dj þar í um það bil þrjú ár. Tónlistin er mjög breytileg hjá mér en ég spila mest hip-hop/trap-tónlist. Annars fer það eiginlega bara eftir því hvar ég er að spila. Ég hef til dæmis tekið disco/funk/soul-sett og old school hip hop dj-sett sem brýtur upp spilamennskuna.“

„Mig grunar að það hafi eitthvað tengst því að ég hætti að drekka á þessum tíma…“

Hvað er mest heillandi við að vera plötusnúður? „Að lenda á skemmtilegu dansgólfi og fá góða orku frá fólki.“

- Auglýsing -

Eins og fyrr segir hefur Karítas í nógu að snúast en að hennar sögn er gott skipulag lykilinn að því að allt gangi upp. Það skemmtilegasta við þetta sé að fá tækifæri til að ferðast um allan heim með vinkonum sínum og spila fyrir mörg þúsund manns. „Svo er auðvitað líka frábært að fá svona góðar móttökur á tónlist sem maður gefur út sjálfur. Í gegnum spilamennskuna hef ég síðan kynnst mörgu frábæru fólki sem hefur hjálpað mér með tónlistina mína og ég er mjög þakklát fyrir það.“

Annars segist hún vera önnum kafin við að klára efni fyrir plötu í fullri lengd. „Já, ætli maður verði ekki bara að fara að auglýsa einhverja útgáfutónleika bráðum,“ segir hún og brosir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -