Techno-dúettinn SODDILL var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu, WOW, en sveitina skipa Guðmundur Ari Arnalds og Þorsteinn Eyfjörð. SODDILL sameinar rauntíma hljóðvinnslu, hrottalegt iðnaðartaktískt flæði, brenglaða kassettu lúppur og gagnkvæma ást fyrir lægri hljóðtíðni; kannar allar mögulegar útkomur techno-tónlistar.
Dúettinn kemur fram á heljarinnar tónleikum á Hressingarskálanum í kvöld 6. desember ásamt hljómsveitum frá plötuútgáfunni Post-dreifing. Þá treður SODDILL upp á skemmtistaðnum Loft Hostel þann 14. desember og er hluti af Can’t Think Just Feel-seríunni.
Hægt er að hlusta á lög dúettsins á helstu streymisveitum og á Albumm.is.