Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Glatað tækifæri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Myrkvi var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Sér um sig, en að hans sögn fjallar lagið um „manneskju sem maður hittir af og til á lífsleiðinni en þrátt fyrir sterka strauma verður aldrei neitt úr því.“

Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Thorlacius en hann kom fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann stofnaði indie-rokk hljómsveitina Vio. Sama ár varð sveitin sigurvegari Músíktilrauna og Magnús valinn besti söngvari keppninnar. Fyrsta lag þeirra, You Lost It, naut vinsælda það ár og var sveitin tilnefnd sem Nýliði ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Fyrsta platan, Dive In, varð sömuleiðis vinsæl, lagið Liðnar árstíðir eitt mest spilaða lag ársins 2015 á Rás 2 og platan tilnefnd sem rokkplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Nú er Magnús að kynna til leiks sinn persónulega hljóm sem Myrkvi en tónlist hans dregur fram ljúfa mynd; lög með hlýlegum laglínum sem einkennast af ferskum en kunnuglegum blæ. Fleiri lög eru væntanleg og plata kemur út með sumrinu.

Sér um sig er tekið upp af Kára Guðmundssyni og Arnari Guðjónssyni. Arnar sá líka um hljóðblöndun en lagið er masterað af Friðfinni Oculus Sigurðssyni. Arnór Sigurðarson spilar á trommur og Kári Guðmundsson á bassa og slagverk. Magnús semur lag og texta, syngur og spilar á önnur hljóðfæri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -