- Auglýsing -
Gleðin var við völd á aldamótatónleikum á föstudaginn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Á föstudaginn fór fram heljarinnar ball í Háskólabíói undir yfisrkriftinni aldamótatónleikar. Landslið poppara kom þar fram sem eiga það öll sameiginlegt að hafa verið í nokkrum af vinsælustu hljómsveitum tíunda áratugarins.
Skítamórall, Írafár, Á móti sól og Land og synir tröllriðu öllu og voru og eru sannkallaðar poppstjörnur!
Öllu var til tjaldað í Háskólabíói en fram komu Magni, Hreimur, Gunni Óla, Einar Ágúst og Birgitta Haukdal. Hljómsveitarstjóri var hinn eini sanni Viggi úr Írafár.
Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á ballið og tók þessar flottu ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is.
- Auglýsing -
- Auglýsing -