Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Hafnar verkefnum ef einhver óregla er í spilinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Bjarki Ómarsson, eða Bomarz eins og hann kallar sig, byrjaði tónlistarferilinn sinn sem trymbill og hefur síðan þá komið víða við á ferlinum. Í dag semur hann tónlist fyrir hina og þessa listamenn og samhliða gefur hann út eigin tónlist. Um þessar mundir eru hann og tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar að vinna í verkefni sem nefnist Park In Space og þeir félagar voru að senda frá sér plötuna Dream World.

 

„Ég, Júlí og tveir aðrir strákar vorum með smá svona Blink182-virðingarvott í uppsiglingu en tókum svo ákvörðun um að semja sjálfir saman nýtt háskólarokk. Við tókum svo eitt „session“ sem endaði meira í átt að poppi sem kom líka svona áreynslulaust hjá okkur og tókum þá ákvörðun að gera meira úr því,“ segir Bjarki um gerð plötunnar. Platan, sem mætti lýsa sem samblandi af Liverpool-rokki og LA-poppi, inniheldur fjögur lög. Þrjú þeirra eru samin af Bjarka og það fjórða er ábreiða af laginu Lose you to love með söngkonunni Selenu Gomez. „Lagið er auðvitað geggjað,“ segir hann um það síðastnefnda. „Okkur fannst skemmtileg pæling að gera nýja útgáfu af því.“

Bjarki gefur líka út tónlist undir pródúsenta- og listamannanafninu Bomarz og fær þá oft til liðs við sig ýmsa söngvara. Sem dæmi hyggst hann gefa út lög í flutningi Chris Medina, Nick Ray og fleiri á næsta ári. Svo hefur hann samið og útsett lög fyrir annað tónlistarfólk. Hvernig kom það til? „Instagram hefur reynst mér vel. Þar deilir fólk á Instastory því sem það er að gera og sú aðferð hefur reynst mér vel, því fólk hefur haft samband eftir að hafa séð Instastory hjá mér. Þannig fór boltinn að rúlla. Ég hef ekki enn borgað krónu í auglýsingar,“ segir hann og brosir.

„Ef verkefnin væru öll eins gæti ég allt eins unnið á færibandi í niðursuðuverksmiðju.“

Talandi um það, hvert er uppáhaldssamstarfsverkefnið þitt? „Uppáhalds, úff, það er erfið spurning. Ætli ég segi ekki bara það sem ég er að vinna að hverju sinni. Fjölbreytnin er það sem gerir þetta skemmtilegt og það vill svo til að það er litríkt og skemmtilegt fólk í þessum bransa. Ef verkefnin væru öll eins gæti ég allt eins unnið á færibandi í niðursuðuverksmiðju.“

Þegar kemur að því að skapa list almennt segir Bjarki að honum finnist skipta máli að vera með opinn huga og passa að takmarka sig ekki. „Ég er mjög vinnuglaður maður og skoða flest verkefni,“ segir hann, en viðurkennir þó að hann hafi alveg þurft að hafna verkefnum. „Sérstaklega ef einhver óregla er í spilinu.“

Hvert er svo stefnan sett? „Ég er voða glaður að fá að vinna við það sem ég hef gaman af og það væri auðvitað óskandi að það gengi bara vel áfram. Svo langar mig svolítið að búa mér til gott „portable setup“,“ heldur hann áfram, „og fara að ferðast og prodúsera meira erlendis.“

- Auglýsing -

Facebook-síða Bomarz.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -