Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Heyrst hefur að Björk og Of Monsters and Men séu að vinna saman

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í fréttum vikunnar fer Börkur (Ásgeir Börkur Ásgeirsson) yfir það helsta sem var að gerast í íslenskri tónlist og menningu í vikunni sem leið. Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Skúbb Ísgerð, Neon og framleitt af Thank You Studio fyrir Albumm.is

Í fréttum er þetta helst:

Mun hatrið sigra Eurovision?

Umtalaðasta hljómsveit landsins um þessar mundir er án vafa hljómsveitin Hatari en eins og
alþjóð veit komst sveitin í úrslit! Allt var upp á tíu hjá okkar fólki á sviðinu í Tel Aviv á
þriðjudaginn og var atriðið í held sinni vægast sagt tryllt! Mun Hatari sigra Eurovision á morgun, já við erum nokkuð viss um það! Nú verður sko gaman að horfa á Eurovision!

Ekki láta hvers kyns andstreymi buga þig

Hljómsveitin Skepna var að senda frá sér lagið, Láttu ekki Helvítin ná þér. Lagið er fyrsta
smáskífan af annari plötu sveitarinnar, Dagar Heiftar og Heimsku sem kemur út í 17. Maí!
Skepna er kraftmikið tríó skipað jöxlum úr rokkbransanum. Hallur Ingólfsson, Hörður Ingi
Stefánsson (Brain Police) og Björn Stefánsson (Mínus) Láttu ekki Helvítin ná þér er hvatning til þess að láta ekki hvers kyns andstreymi buga sig.

Hljómsveitin Skepna.
Fagna tvítugsafmæli sínu með plötuútgáfu

GDMA er rapp/söng-dúó sem saman stendur af tveimur bestu vinum frá Selfossi, Degi snæ
Elíssyni og Gabríel Werner Guðmundssyni en þeir voru að gefa út sýna þriðju plötu, Afmaíli.
Lögin á plötunni ery fjölbreytt, allt frá því að vera r&b yfir í jazz og allt frá trap yfir club fíling.
Drengirnir blása til útgáfutónleika á Frón á selfossi 25.maí! Ekki hika við að mæta!

Birgir sendir frá sér myndband við lagið Alive

Tónlistarmaðurinn Birgir var að senda frá sér myndband við lagið Alive og er náttúra Íslands
áberandi í myndbandinu. Lagið verður að finna á væntanlegri breiðskífu Birgis sem kemur út í
lok sumars. Mikil eftirvænting er eftir plötunni en Birgir hefur fengið gríðarlega athygli á
streymisveitum og í útvarpi undanfarið.

Dans, flugeldar og teknó í nýju myndbandi GusGus
Úr myndbandi GusGus

Hljómsveitin GusGus hefur svo sannarlega komið víða við á löngum, glæstum og
viðburðarríkum ferli en út var að koma myndband við lagið „Fireworks.” Á síðasta ári sendi
sveitin frá sér plötuna Lies are more flexible sem hefur fengið vægast sagt góðar viðtökur út um allan heim. Myndbandið sem um ræðir er eintaklega smekklegt en það er leikstýrt af Kitty
Von-Sometime. Myndbandið er mikið sjónarspil og ekki hika við að tékka á því á Albumm.is!

- Auglýsing -
Skúbb vikunnar:

Heyrst hefur að Björk Guðmundsdóttir og að íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men séu að leiða saman hesta sína. Björk heldur nú nokkra tónleika undir nafinu Cornucopia og OMAM eru að leggja af stað í tónleikaferðirna Fever draem tour. Hver veit nema að við fáum að sjá þau saman á sviði í ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -