Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hvað felst í vegan-lífsstíl?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að fólk velji grænmetisfæði, annað hvort eingöngu eða að mun stærri hluta mataræðis síns.

Algengt er einnig að hluti hópsins gangi lengra og kjósi að gerast vegan, eins og það er kallað. Í því felst að kjósa að borða ekkert sem á rætur að rekja til dýraríkisins. Nota að auki nota engar vörur sem hafa annað hvort verið framleiddar úr afurðum dýra eða þau notuð við prófanir á gæðum þeirra.

Flestir þeir er kjósa þennan lífsstíl gera það af hugsjón. Þeim ofbýður meðferð manna á skepnum og vilja ekki stuðla að því að haldið sé áfram að kvelja skepnur sem eiga jafnmikinn tilverurétt og menn á þessari jörð.

Núorðið bjóða flestar matvöruverslanir upp á gott úrval af því fæði sem vegan-fólk kýs og á mörgum veitingahúsum er ávallt val um rétti sem henta því. Mynd/pexels.com

Rannsóknir hafa einnig sýnt að nútímalandabúnaður á stóran þátt í að út í andrúmsloftið streyma eiturefni er stækka gatið í ósonlaginu og valda loftslagsbreytingum. Vaxtarhormón og fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf er sömuleiðis algengur fylgifiskur verksmiðjubúskapar og ungt fólk um allan heim hefur áhyggjur af þeirri þróun. Ekki liggur fyrir vitneskja um hvaða áhrif þetta muni hafa á menn þegar til lengri tíma er litið né heldur vitað hver áhrif ýmissa aukefna sem blandað er í matvæli eru.

Fjölgun mannkyns er sömuleiðis ör og ef við höldum áfram að velja þau matvæli sem nú eru á borðum flestra munum við ekki geta brauðfætt heiminn innan nokkurra kynslóða. Vísindamenn hafa þess vegna lengi hvatt menn til að huga að því að auka neyslu á mat úr plönturíkinu en að auki leitað að fleiri æskilegum prótíngjöfum og skordýr reynst þar vænlegur kostur.

Valið auðvelt

Velji fólk vegan-lífsstíl neytir það ekki eggja, gelatíns, mjólkurvara og hunangs. Þótt dýr séu ekki drepin við framleiðslu þessara matvæla eru þau haldin á búgörðum við mismunandi aðstæður. Til að mótmæla því kýs vegan-fólk að nota ekki þessar vörur. Baunir og baunaafurðir, eins og tofu og tempeh, eru helstu prótíngjafarnir auk sveppa og hneta. Í raun er fæði þeirra mjög heilsusamlegt og ríkt af margvíslegum næringarefnum. Talið er að í Bandaríkjunum séu um það bil 2,5% íbúa vegan og tala þeirra er aðhyllast þessa stefnu fer ört hækkandi.

Vísindamenn hafa þess vegna lengi hvatt menn til að huga að því að auka neyslu á mat úr plönturíkinu en að auki leitað að fleiri æskilegum prótíngjöfum og skordýr reynst þar vænlegur kostur.

- Auglýsing -

Margir þeirra er taka upp þennan lífsstíl tala um að á óvart hafi komið hversu auðvelt það hafi reynst. Núorðið bjóða flestar matvöruverslanir upp á gott úrval af því fæði sem vegan-fólk kýs og á mörgum veitingahúsum er ávallt val um rétti sem henta því. Þetta er nýlunda því ekki er langt síðan að hér á landi var tæpast um annað að velja fyrir grænkera en salat með nokkrum tegundum grænmetis og því lítið spennandi fyrir þá að fara út að borða með vinum.

Flestir þeir er kjósa þennan lífsstíl gera það af hugsjón. Þeim ofbýður meðferð manna á skepnum og vilja ekki stuðla að því að haldið sé áfram að kvelja skepnur.

Þessi þróun er til marks um hversu hratt þessi lífsstíll hefur unnið á. Þeir sem kjósa hann þurfa þó að vera meðvitaðir um hvað þeir borða og gæta þess að fá nóg af kalki, B12-vítamíni, zinki og járni. Á hinn bóginn njóta þeir þess að fá mun meira af C- og E-vítamínum, potassíum, magnesíum og fólínsýrum en kjötætur og þá skortir aldrei trefjar. Þær eru undirstaða heilbrigðs meltingarkerfis og margar kjötætur finna oft fyrir hægðatregðu, ristilvandamálum og brjóstsviða sem vegan-fólk er laust við.

Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fæði er byggir að stærstum hluta á afurðum úr plönturíkinu dregur mjög úr líkum á að fólk fái krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. Grænkerar hafa einnig almennt mun lægri blóðþrýsting og kólesteról í blóði.

Rannsóknir hafa sýnt … að fæði er byggir að stærstum hluta á afurðum úr plönturíkinu dregur úr líkum á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum.

- Auglýsing -

Auk þess er að ofan var talið hafa rannsóknir sýnt að þeir sem kjósa að borða fyrst og fremst mat úr plönturíkinu eru almennt grennri en hinir, þjást síður af ofnæmi eða óþoli, halda liðleika lengur fram eftir ævi og fá síður sykursýki II. Þeir verða þó að gæta þess vel að neyta nægilegs magns af kalk- og D-vítamínríkri fæðu til að tryggja beinþéttni.

Í 45. tbl. Vikunnar er að finna ítarlega úttekt á hvað felst í vegan-lífsstíl og hver eru heppileg fyrstu skref ef menn hafa áhuga á að tileinka sér hann. Hér er brot úr greininni en þeir sem vilja lesa meira geta nálgast blaðið á næsta sölustað.

Höfundur / Steingerður Steinarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -