Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ingibjörg Elsa og sveit með tónleika í Hörpu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingibjörg Elsa Turchi blæs til tónleika í Kaldalóni í Hörpu ásamt hljómsveit sinni þann 27.mars Á efnisskránni verður endurunnin tónlist af plötu hennar Wood/Work, sem kom út árið 2017 hjá SMIT records, í bland við nýtt óútgefið efni og spuna. Á vormánuðum er svo væntanleg ný plata sveitarinnar á vegum Reykjavik Record Shop en sveitin hljóðritaði hana síðasta haust.

 

Ingibjörg hefur verið sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens,Teiti Magnússyni, Stuðmönnum og fleirum. Þar að auki hefur Ingibjörg komið reglulega fram undir eigin nafni þar sem hún kannar hljóðheim rafmagnsbassans, sem er hennar aðalhljóðfæri.

Tónlist Ingibjargar má lýsa sem einskonar blöndu hins rafmagnaða og hins náttúrulega, en henni hefur í gegnum endurtekningar tekist að skapa einstakan og dáleiðandi hljóðheim, sem hún brýtur upp með melódískum bassalínum. Líta má á tónlistina sem tilraun til að víkka út mörk þess sem rafbassinn er fær um.

Hljómsveitina skipa, auk Ingibjargar sem leikur á rafbassa, Tumi Árnason á saxófón, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Hróðmar Sigurðsson á gítar og Magnús Jóhann Ragnarsson á píanó.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er miðaverð 3000 krónur. Miðar fást á tix.is og harpa.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -