- Auglýsing -
Karl Kristján Davíðsson sýnir veggjalist í Hlutverkasetrinu Ae.
Karl Kristján er fæddur í Reykjavík árið 1977. Hann ólst upp í Vesturbænum og flutti svo um 11 ára aldur til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. Þar fékk hann fljótlega áhuga á myndlist. Hann er fyrst og fremst sjálflærður en hefur einnig sótt nokkur námskeið hér og þar.
Karl hefur haldið um 20 sýningar frá árinu 1999 eftir að hafa verið í módelteikningu í Reykjavík og Borups Folkhojskole í Kaupmannahöfn. Hann hefur hlotið góða umsögn og vakið áhuga í myndlistinni.
Sýningin opnar í Hlutverkasetrinu Ae á í dag, mánudag, 8. apríl klukkan, 14.00.