- Auglýsing -
Áfengispensluðu sígarettusætu heimsendapoppararnir í kef LAVÍK hyggjast halda upp á útgáfu fyrstu fullrar lengdar breiðskífu sinnar, Blautt heitt langt vont sumar, á KEX Hostel 14. september næstkomandi með stórtónleikum.
Séð er fram á að ekki einungis muni KEX Hostel fyllast, heldur einnig allt atvinnu- og einstaklingshúsnæði í allt að 5 kílómetra radíus. Það borgar sig þar af leiðandi að mæta snemma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21, frítt er inn og ekkert skilagjald.