Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Kolefnisspor íslenska tónlistargeirans leiðrétt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laugardaginn 11. maí stóð ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) fyrir trjáplöntunarferð að Hekluskógum undir því yfirskini að leiðrétta kolefnisspor sitt og íslenska tónlistargeirans sem er mikið á faraldsfæti.

Rútuferðir til og frá Hekluskógum voru í boði Guðmundar Tyrfingssonar, og IKEA sá þáttakendum fyrir kleinum og ástarpungum. 10.000 tré voru gróðursett þennan eftirmiðdag.

Þessi fyrsta ferð skilaði 10.000 plöntum í jörð nálægt Sultartanga virkjuninni, rétt neðan við Heklu, á rúmlega fjórum tímum sem var u.þ.b. eitt tré á mínútu fyrir hvern þáttakenda, en auk starfsfólks ÚTÓN samanstóð ferðin af 45 sjálfboðaliðum í bland við íslenskt tónlistarfólk.

Önnur gróðursetningarferð verður farin þann 1. júní og stefnt er að þvi að gróðursetja önnur 10.000 tré. Ferðin er þáttakendum að kostnaðarlausu og er skráning nú þegar opin og má skrá sig hér: http://bit.ly/PlontumTrjam, en tónlistarfólk sem hefur verið á faraldsfæti, fær forgang í ferðina.

ÚTÓN sér meðal annars um umsýslu Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og er því stöðugt að stuðla að ferðalögum íslenskra tónlistargeirans, til og frá landinu með tilheyrandi kolefnisfótspori en okkur er mjög í mun að taka ábyrgð á vegferð þessarri, og gera okkar ýtrasta til að jafna metin, en nú þegar er áhrifa loftslagsbreytinga af mannavöldum farið að gæta á ýmsan máta í umhverfi okkar.

- Auglýsing -

Hekluskógar eru eitt stærsta skógræktar verkefni sinnar tegundar í Evrópu um þessar mundir og er það helsta markmið þeirra að græða upp örfoka land í nágrenni eldfjallsins mikla með birkiskógi og stöðva þannig frekara öskufók  og gróðureyðingu, byggja upp nýtt lag af jarðvegi og gróðri sem bindur kolefni og vatn í jarðveginum og eykur með því fjölbreytileika tegunda í lifríkinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Hekluskógum þá binda 1000 silfur birki plöntur 70 tonn af kolefni á 30 ára tímabili á 0.5 hektörum af landi. Þar sem ÚTÓN bar ábyrgð á 70 tonnum af kolefni með flugi árið 2018, náum við með 10.000 trjám að leiðrétta það tífallt á næstu 30 árum eða ölluheldur að gera kolefnissporið fyrir 2018, neikvætt í raun.

Uton.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -