Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Langaði ekki lengur að vera bara á bak við myndavélina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Tómas Welding hefur á tiltölulega stuttum tíma vakið athygli fyrir tónsmíðar sínar. Sjálfur segir hann að ævintýrið hafi byrjað í lok síðasta árs þegar hann var að skjóta tónlistarmyndbönd með hljómsveitinni YXY. Þá hafi áhuginn kviknað fyrir alvöru og ekki verði aftur snúið.

 

„Þar áttaði ég mig á því að mig langaði að prófa að taka í míkrafóninn en ekki alltaf vera á bak við myndavélina,“ segir hann og tekur fram að hann hafi nú alltaf verið að söngla eitthvað í gegnum árin, en ekki af neinni alvöru eða fyrir framan neinn. Þ.e.a.s. ekki fyrr en núna í desember. „Benni sem er í Séra Bjössa-hópnum manaði mig þá upp í að syngja ofan á „beat“ í stúdíói hjá sér og síðan hefur boltinn bara rúllað.“

Fyrir stuttu sendi Tómas frá sér lögin Cop Car og Treat Me Better sem hafa hlotið góðar viðtökur en lögin vann hann ásamt pródúsentinum og tónlistarmanninum Bomarz og söngkonunni Viktoríu Kjartansdóttur. Spurður hvert hann sækir innblástur og hvernig tónlist honum finnist skemmtilegast að semja, segir hann að skemmtilegast sé að semja tónlist sem hann hafi sjálfur gaman af að hlusta á; hvort sem það er popp, R&B eða eitthvað annað. Hann sæki innblástur í alls konar tónlist, m.a. af Spotify Discover Weekly.

En hvert heldur hann að íslensk tónlist stefni og hvert stefnir hann sjálfur? „Ég hugsa að íslensk tónlist sé í raun bara að þróast í gæðum og það hratt, en stefnan er frekar óskýr eins og er. Mér sýnist þetta núna vera að færast smám saman úr rappsenunni yfir í pop/hip hop-blöndu, ef við erum að ræða „mainstream“-tónlist, en poppið er frekar merkilegt því það getur verið margs konar. Sjáðu til dæmis Cop Car og Goodbye, bæði popplög en gerólík. Sem dæmi höfðar Cop Car til víðari aldurshóps en Goodbye, en Goodbye virkar kannski í staðinn betur á yngra fólk. Ég hlakka bara til að sjá hvert þetta allt fer,“ segir hann og bætir við að hann stefni í raun ekkert ákveðið með tónlistina sína, ja, ekki nema út fyrir landsteinana, það hafi alltaf verið markmiðið. „Það verður skemmtilegt að gefa fleira út og sjá hvert það leiðir mann.“

„Ég hugsa að íslensk tónlist sé í raun bara að þróast í gæðum og það hratt, en stefnan er frekar óskýr eins og er.“

Hvað er annars fram undan? „Ég er að vinna plötu með Pálma Ragnari og Öldu Music þessa stundina. Mjög spennandi verkefni og rosalega gaman að sjá útkomuna. Svo á næsta ári kemur íslenskt efni út líka og alls konar skemmtilegt,“ segir hann og vill að lokum þakka fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið á árinu. „Þetta hefur verið klikkað ár og ég er sjúklega spenntur fyrir 2020.“

- Auglýsing -

Texti / Sigrún Guðjohnsen

 

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -