Þriðjudagur 29. október, 2024
4.7 C
Reykjavik

Langskemmtilegasta ferlið að búa til, semja og taka upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Daníel Þorsteinsson, eða Trptych, hefur svo sannarlega haft í nægu að snúast, en hann var að senda frá sér plötuna Cipher Patient Unmasked 3.0 and DIGITAL ABYSS sem er lokakaflinn í trílógíu sem hann vann að síðastliðið eitt og hálft ár.

„Ég hef verið í algjörum túrbósköpunargír síðustu tvö árin. Fyrsti hlutinn, TEMPT ME, kom út í lok 2018 og er svona „big bang“-sprengja í byrjun. Svo verður hún þung, gróf og kaótísk en samt falleg á köflum,“ lýsir Daníel og tekur fram að önnur platan, Anarchist’s Adjustment, er tileinkuð karlkyninu og Cipher Patient Unmasked 3.0 and DIGITAL ABYSS er tileinkuð kvenkyninu.

Spurður út í nafnið á plötunni segir hann að það sé svolítið samofið tónlistinni eða sköpuninni á plötunni. „Tölvan mín var með CPU-ið (vinnsluminnið) í botni, s.s. Cipher Patient Unmasked. Ég lærði líka rosamikið af að gera þessa plötu, náði svolítið að „cipher-a“ og „unmaska“ mig. Svo er þetta þriðji hlutinn í trilógíunni eða 3.0 og þessi plata er líka algjört Digital Abyss,“ lýsir hann og viðurkennir að þetta sé alls ekki eitthvað léttmetispopp. „Hún er mjög „layeruð“ og alveg pottþétt þung, myndu margir segja, en þannig vil ég hafa það, allavega núna.

Ég hugsa frekar abstrakt þegar ég er að búa til tónlist og hljóðheima og er ekki mikið að spá í meiningum orða eða texta,“ segir Daníel spurður um hvernig hann myndi lýsa plötunni. „Þetta er allt einhvern veginn á meira „tribal leveli“ hjá mér, þar sem orð eru óþörf. Það sem gerist gerist.“

Þú semur mjög dansvæna teknótónlist. Hefur þú ávallt hlustað mikið á slíka tónlist og hverjar eru þínar fyrirmyndir í elektró, teknóheiminum?

„Ég fæ rosalega mikið út úr því persónulega.“

„Já, ég hef alltaf hlustað mikið á elektróníska tónlist og hef hlustað á teknó síðan svona 1991 en ég á mér ekkert rosamargar fyrirmyndir í teknóheiminum, þannig séð. Mér finnst langskemmtilegasta ferlið að búa til, semja og taka upp. Ég fæ rosalega mikið út úr því persónulega,“ játar hann og bætir við að hann sé undir miklum áhrifum frá kvikmyndatónlist og alls konar „experimental“ dóti.

- Auglýsing -

Tími á gott partí

Daníel hefur fengið talsverða athygli erlendis en síðasta giggið hans var í Tallinn, Eistlandi á stað sem heitir Hall og segir hann að staðurinn sé vægast sagt trylltur. Undanfarið hefur hann ekki spilað mikið en segist hafa verið að æfa lifandi flutninginn. „Þegar þetta „Coronita-glens“ hættir er ég tilbúinn í að taka eitthvað megadark gigg og alveg kominn tími til að eyða púðri í það. Kannski halda reif,“ segir Daníel fullpeppaður og bætir við að það sé alla vega kominn tími á að halda gott partí.

Hvað er fram undan?

- Auglýsing -

„Ég er kominn mjög langt með næsta verkefni sem ég vil ekki segja of mikið frá á þessu stigi nema að ég er hrikalega spenntur fyrir því og það er svona nett u-beygja miðað við síðustu þrjár plötur. Svo langar mig að spila meira og taka upp, taka upp og taka upp og njóta lífsins. Svo er líka alveg kominn tími á gott sk8-session.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Myndir / Daníel Þorsteinsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -