Föstudagur 13. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Maus setur ný viðmið í endurútgáfum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin Maus fagnar í dag 20 ára afmæli breiðskífunnar Í þessi sekúndubrot sem ég flýt, með nýrri endurbættri útgáfu af plötunni á Spotify og á vínylplötu í fyrsta skiptið. Hljóð plötunnar var endurunnið frá grunni af Curver Thoroddsen sem studdist við nýjustu tækninýjungar við vinnuna.

 

„Við vorum aldrei algjörlega sáttir við hljóm plötunnar á sínum tíma,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari en geislaplatan seldist í tæplega 4000 eintökum þegar hún kom út um haustið 1999.  „Við ákváðum því að víst að við ætluðum að vera standa í því að þrykkja plötunni á vínyl upp á annað borð að hér væri komið kjörið tækifæri til þess að endurvinna hljóminn upp á nýtt. Ef einhver væri fimmti meðlimurinn í Maus, þá væri það líklegast Curver, þar sem við erum flestir æskuvinir úr Árbænum. Það lá því beinast við að fá hann í verkið,“ útskýrir hann, og bætir við að þeir grófu upp gömlu teipin og byggðu upp hljóminn upp á nýtt út frá þeim.

Metnaðarfullt verk

Í þessi sekúndubrot sem ég flýt, var fylgifiskur plötunnar Lof mér að falla að þínu eyra, sem kom út árið 1997. Eftirvænting eftir plötunni árið 1999 var því mikil og á henni er að finna nokkur af allra vinsælustu lögum Maus. Má þar nefna Kerfisbundna Þrá, Allt sem þú lest er lygi, Dramafíkil og Báturinn minn lekur. Mikill metnaður var lagður í gerð plötunnar við upptökur en á henni eru fjölda aukahljóðfæraleikara. Þar á meðal; Daníel Ágúst Haraldsson sem söng bakraddir, Hildur Guðnadóttir á selló og Samúel Jón Samúelsson sem spilaði á básúnu og útsetti einnig alla strengi og blásturhljóðfæri. Maus vann tvö verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 1999 fyrir útgáfu plötunnar.

20 ár eru síðan breiðskífan Í þessi sekúndubrot sem ég flýt kom út.

„Við erum flest allir miklir vínylnördar sjálfir og leggjum því mikla áherslu á að búa til grip sem er eigulegur.“

„Síðasta vínylútgáfa hjá okkur er alveg uppseld hjá útgefanda og engin áform eru um að pressa fleiri. Við erum flest allir miklir vínylnördar sjálfir og leggjum því mikla áherslu á að búa til grip sem er eigulegur. Þessi er gerð í takmörkuðu magni á frostglærum vinyl, það eru inngreipt leyni-skilaboð á plötunni sjálfri við lok beggja hliða og aðeins 300 stykki voru pressuð,“ útskýrir hann, en platan er komin út á Spotify og í næstu plötubúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -