- Auglýsing -
Hljómsveitin Meginstreymi var að senda frá sér annað lag sitt, Í huga þér.
Á síðasta ári sendi sveitin frá sér lagið Það sem enginn vita má, sem kom út í takmörkuðu, tölusettu upplagi á 45rpm 7″ vínyl, en undanfarin ár hefur Meginstreymi spilað á dansleikjum, árshátíðum og þorrablótum við góðan orðstír um land allt. Í huga þér er komið á allar helstu streymisveitur og á Albumm.is.