Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Nýr og ferskur hinseginstaður opnaður í Reykjavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í byrjun júlí opnaði nýr og ferskur hinseginskemmtistaður og vegan-kaffihús í Reykjavík sem ber nafnið Curious.

Staðurinn er staðsettur í Hafnarstræti 4, þar sem Dubliner var eitt sinn til húsa. Allur staðurinn hefur verið tekinn í gegn frá A til Ö og er hann í einu orði sagt glæsilegur.

Curious er á tveimur hæðum og frá fimmtudegi til laugardags sjá helstu plötusnúðar landsins um tónlistana.

Eins og áður sagði er Curious einnig vegan-kaffihús. Innan skamms verður svo vegan-veitingastaður er væntnlegur á neðri hæð hússins.

Curious er góð viðbót fyrir hinseginsamfélagið á Íslandi. Rekstrarstjóri Curious er rapparinn Ragga Holm en hún hefur verið nokkuð áberandi í íslensku tónlistarsenunni að undanförnu.

„Staðurinn er opinn alla daga vikunnar og er fólki velkomið að sækja um að fá að halda viðburði,” segir Ragga Holm.

- Auglýsing -

Curious á Instagram

Curious á Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -