Tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson var að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið Stories To Tell ásamt myndbandi við lagið.
Lagið er tekið af væntanlegri sólóplötu Krumma sem er enn í vinnslu en lítur dagsins ljós á næstunni.
Að sögn Krumma fjallar lagið um að trúa á eigin getu og reyna að upplifa innri ró í lífsins ólgusjó.
Eins og flest allir vita var Krummi í goðsagnakenndu rokkhljómsveitinni Mínus en nýja lagið er talsvert rólegra en tónlist Mínus.
Rödd Krumma er hreint út sagt frábær og lagið grípandi. „Lagið fjallar einnig um að að þiggja og hafna án eftirsjár. Vatn er líf og lífið er lyf. Hvort það sé gott eða slæmt lyf er undir okkur komið,” segir Krummi.
Það var Frosti Jón Runólfsson sem leikstýrði, tók upp og klippri myndbandið. Eftirvinnsla var í höndunum á Jóni Má.
https://www.youtube.com/watch?v=_EGgo-mFAFM